Grípum þau áður en
það verður of seint!
Ég skora á stjórnvöld að grípa börn og ungmenni áður en það verður of seint.
Árið 2023 var 121 barn með stöðu sakbornings í ofbeldisbrotamálum
Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi tvöfaldaðist á árunum 2016-2023
Foreldrahús er eina heildræna úrræðið sem grípur börn og ungmenni með fjölþættan vanda og styður fjölskyldur þeirra
Árið 2023 voru komur í Foreldrahús 3.189
Foreldrahús neyðist til að leggja niður starfsemi sína án fjármagns
Börn sem þola enga bið
Foreldrahús er eina heildræna úrræðið sem grípur börn og ungmenni með fjölþættan vanda og styður fjölskyldur þeirra.
Börn og fjölskyldur þeirra koma meðal annars í Foreldrahús fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjöf, sálfræðiaðstoð og uppeldis- og fjölskylduráðgjöf. Á bak við hvert barn sem kemur í Foreldrahús er fjöldi fjölskyldumeðlima sem þurfa einnig aðstoð.
Þetta eru börn sem þola enga bið og við verðum að grípa þau áður en það er of seint.
Ekkert fjármagn =
ekkert Foreldrahús
Foreldrahús hefur verið vanfjármagnað úrræði til fjölda ára. Ef Foreldahús neyðist til að loka tapast sérþekking í þessum málaflokki sem er ekki til annars staðar í kerfinu.
Stjórnvöld þurfa að bregðast við ákalli Foreldrahúss. Við höfum ekki tíma fyrir óljósar áætlanir – ekki á meðan vímuefnanotkun og hnífaburður eykst meðal ungmenna.
Við þurfum að tryggja rekstur Foreldrahúss fyrir fjölskyldur í vanda.